Færslur: 2010 Apríl

19.04.2010 13:46

3 ára gaur!

Halló halló

Ég er ekki sú duglegasta að uppfæra þessa síðu okkar, en það kemur nú fyrir :) Ég setti inn nokkrar myndir úr 3 ára afmælinu hans Alexanders Óla og skellti svo nokkrum myndum með sem voru teknar þegar ég fór í útsýnisflug yfir gosið á Fimmvörðuhálsi.

Af okkur er annars allt gott að frétta. Alexander Óli er gullmoli sem verður bara yndislegri með hverjum deginum. Hann er orðinn svo stór að ég er ekki að átta mig á þessu stunum. Í mars fórum við með hann í smá aðgerð þar sem hann fékk rör í eyrun og það hefur hjálpað honum alveg rosalega. Hann er farinn að tala mun skírar og orðaforinn sprettur upp hjá honum. Það er svo gaman hvað það koma margir gullmolar hjá honum, eitt er víst að hann er mikið jólabarn sem talar stöðugt um að hann ætli að verða jólasveinninn þegar hann verður stór :)

En jæja best að halda áfram að vinna, set inn betri fréttir við tækifæri


  • 1

Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

4 mánuði

13 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 103
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 58513
Samtals gestir: 11958
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 04:27:35